4. apr. 2024

Guðjón Erling hættir sem bæjarritari og Lúðvík Örn Steinarsson tekur við sem sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs

Lúðvík Örn Steinarsson, hefur hafið störf sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Garðabæjar. 

Frá sama tíma lætur Guðjón Erling Friðriksson af störfum bæjarritara (sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs).

Guðjón Erling mun starfa áfram hjá Garðabæ næstu mánuði við frágang verkefna og undirbúning og framkvæmd forsetakosninga sem fyrirhugaðar eru 1. júní.

Um leið og Guðjóni Erling eru þökkuð störf sem bæjarritari til 40 ára er Lúðvík Örn boðinn velkominn til starfa hjá Garðabæ.