1. des. 2020

Gunnar Einarsson tók við formennsku í SSH

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2020 var haldinn 13. nóvember sl. Á fundinum tók Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, við formennsku SSH til næstu tveggja ára.

  • Rósa Guðbjartsdóttir og Gunnar Einarsson
    Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar nýr formaður SSH

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2020 var haldinn 13. nóvember sl. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundurinn var með nokkuð sérstöku sniði þetta árið þar sem um fjarfund var að ræða og eingöngu örfáir þátttakendur á staðnum í ráðhúsinu. Alls sóttu fundinn um 60 fulltrúar sveitarfélaganna. Samhliða voru ársfundir byggðasamlaganna; Sorpu bs., Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, haldnir. Á aðalfundi SSH fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, tók við formennsku samtakanna af Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Formaður SSH er kjörinn á aðalfundi samtakanna til tveggja ára í senn.

Sjá nánar í frétt á vef SSH.  
 Fundargerðir ársfunda byggðasamlaganna og aðalfundar SSH eru aðgengilegar hér á vefsíðu SSH.