1. apr. 2022

Hádegistónleikar með Lilju Guðmundsdóttur og Evu Þyri Hilmarsdóttur

Vakin er athygli á hádegistónleikum næsta miðvikudag, 6. apríl kl. 12:15-12:45 í Tónlistarskóla Garðabæjar. Þær Lilja Guðmundsdóttir sópransöngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari munu næra gesti á hádegistónleikunum og flytja lög eftir Jóhann Helgason, Jóhann G. Jóhannsson, Hauk Tómason, Schubert, Grieg og fleiri meistara.

Vakin er athygli á hádegistónleikum næsta miðvikudag, 6. apríl kl. 12:15-12:45 í Tónlistarskóla Garðabæjar.  Þær Lilja Guðmundsdóttir sópransöngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari munu næra gesti á hádegistónleikunum og flytja lög eftir Jóhann Helgason, Jóhann G. Jóhannsson, Hauk Tómason, Schubert, Grieg og fleiri meistara. 

Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem stendur fyrir tónleikaröðinni í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.