17. ágú. 2023

Hægt að bæta við örfáum nemendum í hljóðfæranám

Nemendur sem hafa áhuga á blásturshljóðfærum eru hvattir til að sækja um!

Tónlistarskóli Garðabæjar getur boðið nokkrum nemendum upp á hljóðfæranám í vetur á eftirtalin hljóðfæri: 

  • Klarínett
  • Þverflauta
  • Brasshljóðfæri (kornett, trompet, básúna, túba)
  • Rafbassi / kontrabassi
  • Blásarafornám (2. bekkur / nemendur fæddir 2016)

Tónlistarskóli Garðabæjar er eftirsóttur og eru biðlistar fyrir nám meðal annars á gítar og píanó. 

Börn og unglingar sem vilja spreyta sig á rafbassa, kontrabassa eða á blásturshljóðfæri eru hvött til að sækja um nám við skólann. 

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans og í síma: 591 4500