5. jan. 2026

Hátíðarfundur bæjarstjórnar Garðabæjar

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Garðabær fékk kaupstaðarréttindi verður fyrsti bæjarstjórnarfundur ársins með breyttu sniði. 

  • Hátíðarfundur bæjarstjórnar Garðabæjar
    Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Garðabær fékk kaupstaðarréttindi er boðað til hátíðarfundar bæjarstjórnar í dag, þriðjudaginn 6. janúar, klukkan 17:00. Fundurinn verður haldinn í Garðaholti.

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Garðabær fékk kaupstaðarréttindi er boðað til hátíðarfundar bæjarstjórnar þriðjudaginn 6. janúar klukkan 17:00. 

Hátíðarfundurinn verður haldinn í samkomuhúsinu Garðaholti líkt og fyrsti bæjarstjórnarfundurinn sem var haldinn 6. janúar árið 1976.

Alla jafna eru fundir bæjarstjórnar Garðabæjar haldnir fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar og hefjast kl. 17:00, í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar á Garðatorgi 7. Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir.

Venju samkvæmt verður hátíðarfundurinn í beinu streymi.

Fundarboð bæjarstjórnar 6. janúar 2026.

Skjamynd-2026-01-05-105324Fyrsti fundur bæjarstjórnar Garðabæjar var haldinn 6. janúar 1976. Umfjöllun Morgunblaðsins 7. janúar.