19. jún. 2019

Hátíðarhöld í sól og sumaryl

Fjölmargir tóku þátt í hátíðarhöldum á 17. júní í Garðabæ í blíðskaparveðri. Gleðin var allsráðandi bæði á Álftanesi þar sem hátíðarhöld hófust fyrir hádegi og á Garðatorgi sem hófust eftir hádegi.

  • 17. júní 2019
    17. júní 2019

Fjölmargir tóku þátt í hátíðarhöldum á 17. júní í Garðabæ í blíðskaparveðri. Gleðin var allsráðandi bæði á Álftanesi þar sem hátíðarhöld hófust fyrir hádegi og á Garðatorgi sem hófust eftir hádegi.

Á Álftanesi hófst hátíðardagskráin með helgistund í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar en skrúðganga fór svo frá Brekkuskógum að hátíðarsvæði við Álftaneslaug. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs setti þjóðhátíðardaginn, fjallkonan var með ávarp ásamt því að Karma Brigade og Skoppa og Skrítla mættu á svæðið.

Eftir hádegi var svo hátíðarstund í Vídalínskirkju þar sem nýstúdent Guðrún Kristín Kristinsdóttir flutti ávarp. Skrúðgangan lagði af stað frá Vídalínskirkju og var gengið að hátíðarsvæði við Garðatorg. Þar voru bæði forseti bæjarstjórnar og fjallkonan með ávarp. Karma Brigade mætti á svæðið ásamt Sirkus Íslands, Herra Hnetusmjöri og Skoppu og Skrítlu.

Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar var í Sveinatungu og lögðu fjölmargir svangir gestir leið sína þangað.

Þjóðhátíðardeginum lauk með hátíðartónleikum í Kirkjuhvoli, þar sem Salon Islandus-kvartettinn og Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran fluttu vinsæl Vínarlög, aríur, dúetta, valsa og aðra létta tónlist fyrir gesti.

17. júní 2019

17. júní 2019

17. júní 2019

17. júní 2019

17. júní 2019