26. apr. 2019

Sumarið hófst vel í Garðabæ

Það var mikið um að vera í Garðabæ á Sumardaginn fyrsta. 

  • Sumardagurinn fyrsti 2019
    Sumardagurinn fyrsti 2019

Það var mikið um að vera í Garðabæ á Sumardaginn fyrsta. 

Dagurinn hófst með skátamessu í Vídalínskirkju og þaðan var farin skrúðganga að Hofsstaðaskóla þar sem hátíðahöldin fóru fram. Við Hofsstaðaskóla var boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá, t.d. ýmis leiktæki, kassaklifur og veltibílinn. Blásarasveit Tónlistarskólans spilaði og Ronja Ræningjadóttir söng. Þá sýndu nemendur úr FG atriði úr söngleiknum Clueless. 

Hið víðfræga kökuhlaðborð var svo að sjálfsögðu á sínum stað í Hofsstaðaskóla. Þá hófst hin árlega sumarsýningu Grósku á Garðatorgi á Sumardaginn fyrsta en hún verður opin til og með 2. maí á opnunartíma torgsins. Einnig hófst Jazzhátíð Garðabæjar að kvöldi til á Sumardaginn fyrsta en hún stendur yfir dagana 25.-27. apríl. 

Sumardagurinn fyrsti 2019

Sumardagurinn fyrsti 2019Sumardagurinn fyrsti 2019