Haustverkefni garðyrkjudeildarinnar
Beitilyng og furugreinar prýða nú blómaker bæjarins. Næsta vor spretta svo upp páskaliljur.
Garðyrkjudeild Garðabæjar hefur í nógu að snúast þessa dagana nú þegar blómin sem hafa prýtt bæinn í sumar eru að renna sitt skeið. Núna er unnið að því að koma beitilyngi og furugreinum fyrir í blómakerjum bæjarins. Einnig er verið að setja 4.500 páskaliljulauka niður þannig að bæjarbúar eiga von á blómlegu vori á næsta ári.