14. mar. 2019

Heillandi þjóðlagatónlist á Þriðjudagsklassík

Tónlistarhópurinn UMBRA kom fram á tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík á tónleikum þriðjudaginn 12. mars sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.

  • Tónlistarhópurinn UMBRA á Þriðjudagsklassík
    Tónlistarhópurinn UMBRA á Þriðjudagsklassík

Tónlistarhópurinn UMBRA kom fram á tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík á tónleikum þriðjudaginn 12. mars sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.  Yfirskrift tónleikanna var ,,Á norðurslóðum" þar sem hópurinn flutti eigin útsetningar á íslenskum þjóðlögum í bland við þjóðlög frá hinum Norðurlöndunum. 

UMBRA er skipuð þeim Arngerði Maríu Árnadóttur, hörpu- og orgelleikara, Alexöndru Kjeld, kontrabassaleikara, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur, fiðluleikara og Lilju Dögg Gunnarsdóttur, söngkonu.  Þessar listakonur heilluðu tónleikagesti með flutningi sínum og þess má til gamans geta að kvöldið eftir tónleikana fengu þær ,,Íslensku tónlistarverðlaunin" í flokki þjóðlagatónlistar.  

Tónleikarnir á þriðjudaginn voru þeir þriðju og síðustu á þessari önn í tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík sem að þessu sinni var haldin í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist.  Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem stendur að tónleikaröðinni sem nú var haldin í sjötta sinn.  Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona. 

Tónlistarhópurinn UMBRA á Þriðjudagsklassík