15. nóv. 2024

Heimsfrægir höfundar heimsækja Garðabæ

Garðabær í samvinnu við bókmenntahátíðina Iceland Noir býður í áhugavert höfundaspjall og notalega samverustund á Garðatorgi.

  • Heimsfrægir höfundar heimsækja Garðabæ
    Garðabær í samvinnu við bókmenntahátíðina Iceland Noir býður í áhugavert höfundaspjall og notalega samverustund á Garðatorgi.

 

Dagskráin hefst klukkan 19.00 þegar Almar Guðmundsson bæjarstóri Garðabæjar opnar samtalið. Þá tekur Eliza Reid við og ræðir við metsöluhöfundinn Anthony Horowitz. Hann hefur skrifað um meðal annars James Bond og Sherlock Holmes og er einnig maðurinn á bak við sjónvarpsþætti á borð við Midsomer Murders og Foyles War.

Því næst mun Yrsa Sigurðardóttir ræða við dönsku spennusagnadrottninguna Söru Blædel sem er þekktust fyrir bækur sína um lögreglukonuna Louise Rick. Sara er einn vinsælasti höfundur samtímans í Danmörku og hafa bækur hennar verið þýddar á yfir 30 tungumál, þar á meðal íslensku.

Guðfinnur Sigurvinsson, formaður Menningar- og safnanefndar Garðabæjar, mun stýra dagskránni.

Höfundaspjall Garðabæjar og Iceland Noir fer fram í salnum Sveinatungu á Garðatorgi og þann 20. nóvember hefst dagskráin klukkan 19:00. 

Þetta er viðburður sem áhugafólk um spennu- og glæpasögur ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara! Öll velkomin, aðgangur ókeypis.

_A3A4565

Viðburðurinn fer fram í Sveinatungu á Garðatorgi.