31. ágú. 2018

Heimsókn frá Yunnan héraði í Kína

Sendinefnd frá Yunnan héraði í Kína er stödd hér á landi og kom í heimsókn í ráðhús Garðabæjar í vikunni.  Í ráðhúsinu tóku Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri á móti fulltrúum nefndarinnar og fræddu gesti um starfsemi Garðabæjar.

  • Sendinefnd frá Yunnan héraði í Kína heimsótti Garðabæ
    Sendinefnd frá Yunnan héraði í Kína heimsótti Garðabæ
  • Áslaug Hulda Jónsdóttir og Xiong Quinghua
    Áslaug Hulda Jónsdóttir og Xiong Quinghua

Sendinefnd frá Yunnan héraði í Kína er stödd hér á landi og kom í heimsókn í ráðhús Garðabæjar í vikunni.  Í ráðhúsinu tóku Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri á móti fulltrúum nefndarinnar og fræddu gesti um starfsemi Garðabæjar.   

Gestirnir höfðu mikinn áhuga á Íslandi og samstarfi Íslands og Kína í gegnum ferðaþjónustu og önnur viðskipti. Yunnan hérað er sunnarlega í Kína og er eitt af fyrstu héruðunum sem tengir Suður-Asíu við Kína.  Þar er mikill uppbygging tengd samgöngumálum innan Kína og héraðið er þekkt sem dvalarstaður ferðamanna innan Kína sem sækjast eftir sól og litríkri náttúru. 

Að lokinni kynningu færði hópurinn Garðabæ kínverskt te sem var þó ekki ætlað til drykkju heldur útbúið sem skrautskjöldur og sérmerktur heimsókninni.