11. apr. 2019

Heimsókn í SORPU

SORPA bauð nýverið bæjarfulltrúum, umhverfisnefnd og starfsmönnum tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar í heimsókn til að kynna starfsemina.

  • Heimsókn á urðunarstað SORPU í Álfsnesi
    Heimsókn á urðunarstað SORPU í Álfsnesi. Frá vinstri: Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi, Guðfinnur Sigurvinsson fulltrúi umhverfisnefndar, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir fulltrúi umhverfisnefndar, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir fulltrúi umhverfisnefndar, Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs, Jóna Sæmundsdóttir formaður umhverfisnefndar og Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur Garðabæjar.

SORPA bauð nýverið bæjarfulltrúum, umhverfisnefnd og starfsmönnum tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar í heimsókn til að kynna starfsemina.  Í heimsókninni var m.a. farið í nytjamarkaðinn Góða hirðinn þar sem hópurinn fékk góða kynningu á því fjölbreytta úrvali sem er selt þar.  Svo var haldið í Gufunes þar sem SORPA er með móttöku- og flokkunarstöð og þar fengu gestirnir að sjá vindflokkarann Kára sem flokkar plastið sem m.a. kemur úr Garðabæ.  Hópurinn fékk líka að skoða Álfsnes þar sem baggað sorp er urðað, þar voru líka skoðaðar byggingarframkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðarstöð SORPU sem verður tekin í notkun í febrúar árið 2020.  Einnig fékk hópurinn nánari kynningu á starfsemi SORPU þar sem m.a. var rætt um endurvinnslustöðvar, flokkunarmöguleika og grenndargáma. 

Hér á vef SORPU er hægt að finna margvíslegan fróðleik um úrgang og endurvinslu.