22. júl. 2020

Heitavatnslaust 27. júlí - sundlaugin í Ásgarði lokuð frá kl. 08

Vegna viðgerðar hjá Veitum verður heitavatnslaust í Fitjum, Ásgarði og nágrenni mánudaginn 27. júlí kl. 08:30-19:00. Sundlaugin í Ásgarði verður opin frá kl. 06:30 - 08:00 en lokuð frá kl. 08 þann dag.

  • Heitavatnslaust í Fitjum, Ásgarði og nágrenni 27. júlí frá 08:30-19
    Heitavatnslaust í Fitjum, Ásgarði og nágrenni 27. júlí frá 08:30-19

Vegna viðgerðar hjá Veitum verður heitavatnslaust í Fitjum, Ásgarði og nágrenni mánudaginn 27. júlí kl. 08:30-19:00. Einnig má gera rá fyrir þrýstingslækkun og áhrif vegna þessa í Ásahverfi, Sjálandshverfi og Grundum.  Sjá nánar á meðfylgjandi mynd með frétt og einnig má sjá kort hér í tilkynningu á vef Veitna. 

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. 

Sundlaugin í Ásgarði lokuð hluta mánudags

Sundlaugin í Ásgarði verður opin frá kl. 06:30-08:00 að morgni mánudaginn 27. júlí en lokuð frá kl. 08:00 vegna þessa. Ásgarðslaug opnar eins og venjulega kl. 06:30 á þriðjudeginum 28. júlí.  Bendum sundlaugargestum á að nýta sér Álftaneslaug þennan dag.