Hinsegin dagar
Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir dagana 2. -7. ágúst. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum með fjölbreyttum viðburðum á sviði menningar og fræðslu. Hinsegin dagar vaxið og dafnað síðustu ár og eru í dag ein fjölsóttasta hátíð landsins.
Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir dagana 2. -7. ágúst. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum með fjölbreyttum viðburðum á sviði menningar og fræðslu. Hinsegin dagar vaxið og dafnað síðustu ár og eru í dag ein fjölsóttasta hátíð landsins.
Regnbogafánanum verður flaggað á Garðatorgi í vikunni og þá verður boðið upp á viðburði á Bókasafni Garðabæjar og Hönnunarsafni Íslands í tilefni Hinsegin daga. Söfnin verða skreytt regnbogafánum og hinsegin bókmenntir verða áberandi á bókasafninu.
Fyrr í sumar samþykkti bæjarráð Garðabæjar að ganga til viðræðna við Samtökin ‘78 um samstarfssamning. Markmiðið með slíkum samning er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Jafnframt verði horft til gildandi jafnréttisstefnu bæjarins og metið hvort og þá að hvaða leyti hún geti ýtt betur undir fjölbreytileika og styrkt stöðu hinsegin fólks og annarra hópa sem geta átt undir högg að sækja stöðu sinnar vegna.
Regnbogafáninn dreginn að húni.