4. jan. 2021

Hirðing jólatrjáa 7.-8. janúar

Eins og undanfarin ár verða jólatré hirt í Garðabæ. Hjálparsveit skáta í Garðabæ sér um að hirða trén fimmtudagskvöldið 7. janúar og föstudagskvöldið 8. janúar nk.

  • Kortavefur Garðabæjar
    Á kortavef bæjarins má sjá ýmsar upplýsingar um bæjarlandið, göngustíga, teikningar, upplýsingar um staðsetningu leikvalla, grenndargáma o.fl.

Eins og undanfarin ár verða jólatré hirt í Garðabæ. Það er Hjálparsveit skáta í Garðabæ sem sér um að hirða jólatrén fimmtudagskvöldið 7. janúar og föstudagskvöldið 8. janúar nk. Íbúar sem ætla að nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið.


Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs.