9. júl. 2020

Hjóladagur á leikskólanum Kirkjubóli

Hinn árlegi hjóladagur leikskólans Kirkjubóls var haldinn 19. júní. Á bílastæðnu var sett upp hjólabraut þar sem börnin gátu hjólað á eigin hjólum og lærðu umferðarreglurnar í leiðinni.

Hinn árlegi hjóladagur leikskólans Kirkjubóls var haldinn 19. júní. Bílastæðið var nýtt undir hjólabraut þar sem börnin gátu hjólað á eigin hjólum megnið af deginum. Undirbúningur fyrir daginn hófst nokkrum dögum áður þar sem börnin útbjuggu til einskonar lítinn Garðabæ en þar var að finna þvottastöð fyrir hjólin, ísbúð Huppu sem bauð upp á föndraða íspinna, umferðarskilti og ljós, hringtorg og hraðahindranir. Börnin lærðu hinar ýmsu umferðareglur t.d. að stoppa fyrir gangandi vegfarendum, bíða á rauðu ljósi, hægja á við biðskyldu og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt.

Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér konunglega við hjólaæfingar, sull og þvotta í blíðskaparveðri.

Kirkjubol-hjoladagur-2Kirkjubol-hjoladagur-3Kirkjubol-hjoladagur-4