26. ágú. 2025

Hluta göngustígs meðfram Breiðumýri lokað

Loka þarf hluta göngustígsins meðfram Breiðumýri vegna vinnu við tengingu dælustöðvar við hreinsistöð og fráveitu.

Vegna framkvæmda við tengingu dælustöðvar við hreinsistöð og fráveitu við Hólmatún á Álftanesi þarf að loka hluta göngustígsins meðfram Breiðumýri.

Vinnusvæði er á og meðfram göngustígnum, við Suðurnesveg· Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar vinnusvæðið er.

Hámarkshraði er 30 km/klst. fram hjá vinnusvæði og þrengt er að umferð á meðan á framkvæmd stendur. Áætluð verklok í desember 2025.