Hluta Vinastrætis lokað vegna framkvæmda
Loka þarf hluta Vinastrætis í Urriðaholti í dag vegna framkvæmda við þriðja áfanga Urriðaholtsskóla.
Loka þarf hluta Vinastrætis vegna framkvæmda við þriðja áfanga Urriðaholtsskóla. Lokunin er til móts við Vinastræti 14. Sjá mynd af umræddu svæði á meðfylgjandi mynd.
Lokunin er gerð öryggisins vegna til að tryggja betur aðgengi framkvæmdaraðila inn á framkvæmdarsvæðið ásamt því að aðskilja umferð við framkvæmdarsvæðið frá umferð gangandi vegfarenda.
Áætlað er að lokunin standi yfir þar til byggingin verður kláruð vorið 2026.