13. sep. 2018

Holtsbúð og Ásbúð lokaðar tímabundið næstu 2 vikur vegna vinnu við ljósleiðara

Vegna vinnu við ljósleiðara í Ásbúð og Holtsbúð þarf að loka götunum nokkrum sinnum á næstu 2 vikum.

  • Holtsbúð og Ásbúð

Vegna vinnu við ljósleiðara í Ásbúð og Holtsbúð þarf að loka götunum nokkrum sinnum á næstu 2 vikum.  Lokanirnar verða alltaf eftir kl. 9 á morgnana og standa þær yfir í að mesta lagi 2 klukkutíma í senn en alltaf verður hægt að fara hinn hringinn í götunni. Merkingar verða til að leiðbeina umferð á meðan lokunum stendur.  Það er Míla sem er að leggja ljósleiðarann í göturnar.