Hrafnhildur hlaut Íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi kennslu
Hrafnhildur Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir fjölbreytta og hugmyndaríka útikennslu, þróun fjölbreyttra valgreina og leiðsögn fyrir kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt.
-
Hrafnhildur Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir fjölbreytta og hugmyndaríka útikennslu, þróun fjölbreyttra valgreina og leiðsögn fyrir kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt.
Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari við Sjálandsskóla, hlaut viðurkenningu þegar Íslensku menntaverðlaunin fyrir árið 2024 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær.
Íslensku menntaverðlaunin voru veitt í fimm flokkum en Hrafnhildur hlaut viðurkenningu í flokknum framúrskarandi kennsla. Verðlaunin hlýtur hún fyrir fjölbreytta og hugmyndaríka útikennslu, þróun fjölbreyttra valgreina og leiðsögn fyrir kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti þremur menntastofnunum og þremur grunnskólakennurum verðlaunin í ár. Markmið verðlaunanna er vekja athygli á því metnaðarfulla og vandaða starf sem unnið er með börnum og ungmennum á öllum skólastigum í landinu.
Lesa má nánar um Íslensku menntaverðalunin á vef forseta Íslands. Þar má einnig sjá fleiri myndir frá afhendingu verðlaunanna.
Sjá einnig: Hrafnhildur tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna