1. apr. 2020

Hreinsunarátak og vorhreinsun

Vegna samkomubanns sem er í gildi er verið að endurskoða dagsetningar fyrir árlegt hreinsunarátak Garðabæjar.

  • Hreinsunarátak Garðabæjar heppnaðist vel.
    Hreinsunarátak Garðabæjar fer fram á hverju ári.

Vegna samkomubanns sem er í gildi er verið að endurskoða dagsetningar fyrir árlegt hreinsunarátak Garðabæjar.

Í hreinsunarátaki Garðabæjar geta nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar tekið sig saman um að hreinsa svæði í sínu nærumhverfi. Hópar sem sækja um fá úthlutuð svæði og fá styrk t.d. í fjáröflunarskyni eða til að halda grillveislu í lok góðrar tiltektar. Dagsetningar hreinsunarátaks í vor og upplýsingar fyrir félög sem vilja sækja um að vera með í átakinu verða kynntar eftir páska á vef Garðabæjar og með auglýsingu í Garðapóstinum.

Eftir páska verða einnig kynntar dagsetningar fyrir árlega vorhreinsun lóða en þá eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki. 

Hér á vef Garðabæjar, má finna upplýsingar um umhirðu trjá- og runnagróðurs fyrir íbúa sem vilja fá góð ráð þar um.