29. apr. 2025

Hreinsunarátaki Garðabæjar hrundið af stað

Hreinsunarátak Garðabæjar er hafið og stendur yfir til 12. maí. Bæjarfulltrúar láta sitt ekki eftir liggja.

  • Stella, Þorbjörg, Valbjörg María, Sigríður Hulda, Sóldís, Björg, Almar og Ingvar tóku til hendinni. Myndin er tekin í upphafi hreinsunarinnar.

Bæjarfulltrúar brettu upp ermar og hreinsuðu svæðið umhverfis Ásgarð í upphafi hreinsunarátaks Garðabæjar sem er nú hafið og stendur yfir til 12. maí.

Vorhreinsun lóða fer svo fram 9-22. maí. Þá verður 33 gámum komið fyrir í bænum sem taka á móti garðaúrgangi sem íbúar koma sjálfir í gámana. Gámarnir fara niður 9. maí og verða tæmdir reglulega á meðan á vorhreinsuninni stendur. Hérna má nálgast kort sem sýnir staðsetningu gámanna.

Í hreinsunarátakinu eru bæjarbúar hvattir til að sýna gott fordæmi með því að taka nærumhverfi í fóstur og hlúa að því. Hópar geta sótt um að fá úthlutuð svæði til að hreinsa í sínu nærumhverfi og geta fengið styrk í fjáröflunarskyni eða til að halda grillveislu í lok góðrar tiltektar. Áhugasamir hópar geta haft samband við verkefnastjóra garðyrkjudeildar, s. 820 8574, lindajo@gardabaer.is.

Margrét Björnsdóttir, Bjarni, Almar Guðmundsson og Björg Fenger.

Hrannar Bragi.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir.

Almar var vandvirkur með plokkstöngina.

Stella Stefánsdóttir.

Bæjarstjórinn á spjalli við unga Garðbæinga.

Björg Fenger, Siríður Hulda og Sóldís voru hressar.

Ingvar Arnarson stóð sig vel.