Hreystivellir á fimm stöðum í Garðabæ
Hreystivellina er tilvalið að nýta á blíðviðrisdögum og æfa undir berum himni.
-
Hreystigarðurinn við Sunnuflöt.
-
Opnir hreystivellir eru á fimm stöðum í Garðabæ; við Arnarneslækinn, Sunnuflöt, í Bæjargarðinum, í Vinagarði í Urriðaholti og á Álftanesi við sundlaugina. Þá er tilvalið að nýta til líkamsræktar í veðurblíðu líkt og þessari sem hefur leikið við okkur undanfarið.
Tækin henta öllum 13 ára og eldri og eru þau einföld í notkun. Hvert tæki er merkt lit sem gefur til kynna hvaða þætti tækin þjálfa
Grænt - þol: til að byggja upp hreysti og þol
Rautt - jafnvægi: til að auka jafnvægi og samhæfingu
Svart - liðleiki: til að teygja á vöðvum líkamans og auka liðleika
Gult- styrkur: til að þjálfa einstaka vöðvahópa
Sérstaklega er gætt að aðgengi fyrir hjólastóla á þessum hreystivöllum.
Frábært útsýni við Arnarneslækinn.