13. nóv. 2025

Hugguleg stund bókaunnenda í Sveinatungu

Bókmenntaunnendur áttu notalega stund í Sveinatungu þegar hátíðin Iceland Noir teygði anga sína í Garðabæinn. Rithöfundarnir Chris Whitaker og Stefan Ahnem mættu og sátu fyrir svörum auk leikarans Will Tudor.

Bókmenntaunnendur áttu notalega stund í Sveinatungu þegar hátíðin Iceland Noir teygði anga sína í Garðabæinn. Rithöfundarnir Chris Whitaker og Stefan Ahnem mættu og sátu fyrir svörum auk leikarans Will Tudor.

Rebekka Sif Stefánsdóttir stýrði spjallinu með Chris og Stefan og Tatíana Hallgrímsdóttir spurði Will spjörunum úr.

Ræddu höfundarnir meðal annars hvernig vinnu þeirra væri háttað, en til dæmis tók það Chris Whitaker fjögur ár að skrifa bókina sína All the colours of the Dark. Will ræddi meðal annars um það hvernig það hefði verið að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í Game of Throwns seríunni, en einnig hvernig hann hefði meðal annars haft bókmenntafræði sem varafag ef leiklistin gengi ekki upp hjá honum. 

Viðburðurinn er hluti af dagskrá bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir sem stendur yfir dagana 12. til 15. nóvember. 

Ljósmyndarinn Leifur Wilberg Orrason var á staðnum og fangaði notalega stemninguna. 

Iceland-noir-2025-8-

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, bauð gesti velkomna í Sveinatungu.
Iceland-noir-2025-23-

Teymið hjá blómabúðinni Luna Studio framkallaði einstaklega notalega stemningu í rýminu fyrir kvöldið.
Iceland-noir-2025-58-

Rebekka Sif spjallaði við þá Chris og Stefan.
Iceland-noir-2025-34-Iceland-noir-2025-72-

Iceland-noir-2025-97-

Iceland-noir-2025-99-

Iceland-noir-2025-66-Iceland-noir-2025-103-

Ólöf Breiðfjörð, menningarfulltrúi Garðabæjar.