25. sep. 2025

Hvað langar þig að sjá í 50 ára afmælisveislu Garðabæjar?

Á næsta ári fagnar Garðabær 50 ára afmæli sínu. Hálfri öld af góðu samfélagi. Við viljum heyra frá íbúum Garðabæjar og köllum eftir hugmyndum um hvernig má gera afmælisárið sem eftirminnilegast.

  • Loftmynd tekin árið 2025 og önnur tekin á áttunda áratugnum, þegar Lundahverfi var að rísa.

Árið 2026 fagnar Garðabær 50 ára afmæli sínu. Hálfri öld af góðu samfélagi. Við viljum halda upp á tímamótin með fjölbreyttum hætti yfir allt árið og bjóðum öllum íbúum að vera með í skipulaginu.

Afmælisnefnd Garðabæjar leitar því til íbúa og kallar eftir hugmyndum. Í gegnum þennan hlekk getur þú lagt til hugmyndir að viðburðum, uppákomum eða öðrum skemmtilegum atriðum sem gætu gert afmælisárið enn eftirminnilegra.

Við hlökkum til að fagna með ykkur öllum. Saman gerum við 50 ára afmæli Garðabæjar að einstökum viðburði!

Senda inn hugmynd