Hvað liggur þér á hjarta?
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar fylgir eftir frábærum íbúafundum og býður upp á samtal við íbúa á bæjarskrifstofunni í október og byrjun nóvember.
Þrír vel sóttir íbúafundir voru haldnir í Garðabæ í september þar sem Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, bauð bæjarbúum til samtals undir yfirskriftinni „Hvað liggur þér á hjarta í Garðabæ?“.
Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að ræða beint við bæjarstjórann og sviðsstjóra um málefni bæjarins, varpa fram hugmyndum, spurningum og vangaveltum um lífið í Garðabæ.
Fundirnir vöktu mikla ánægju og góða umræðu um fjölbreytt málefni allt frá skipulagsmálum og samgöngum til þjónustu, skólamála og nærumhverfis. Þátttaka íbúa var afar góð og komu fjölmargar ábendingar fram sem verða teknar til skoðunar af bæjaryfirvöldum.
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar fylgir eftir þessum frábærum íbúafundum og býður upp á samtal við íbúa á bæjarskrifstofunni í október og byrjun nóvember.
Að sjálfsögðu er heitt á könnunni!
Sendu tölvupóst á hildurben@gardabaer.is til að bóka þinn tíma með Almari.