9. ágú. 2019

Hvalreki á Álftanesi

Á þriðjudaginn sl. fékk Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í Garðabæ hringingu frá lögreglu um að hvalreki væri á Álftanesi. Starfsmenn Garðabæjar fóru á snemma á miðvikudeginum að skoða aðstæður og mátu þær þannig að hægt væri að draga hvalinn á flot á flóði.

  • Hvalreki á Álftanesi
    Hvalreki á Álftanesi

Á þriðjudaginn sl. fékk Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í Garðabæ hringingu frá lögreglu um að hvalreki væri á Álftanesi. Starfsmenn Garðabæjar fóru á snemma á miðvikudeginum að skoða aðstæður og mátu þær þannig að hægt væri að draga hvalinn á flot á flóði.

Var farið á litlum bát á seinnipartsflóði á miðvikudag og reynt að koma honum út. Hvalurinn var þó of stór og þungur fyrir þann bát svo annar öflugri bátur var fenginn á fimmtudag og um kl. 11:30 var hvalurinn dreginn út á flóa og honum sökkt þar.

Sigurður sagði líklegt að um væri að ræða einn af hvölunum sem strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í síðustu viku.

Hvalreki á Álftanesi

Hvalreki á Álftanesi

Hvalreki á Álftanesi