7. mar. 2022

Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Hvatningarsjóð fyrir unga hönnuði og listamenn í Garðabæ.

  • Viðurkenningar fyrir úthlutun úr Hvatningarsjóði ungra listamanna
    Ungir listamenn í Garðabæ sem hlutu styrk úr hvatningarsjóði þann 16. júní 2020. Við sama tækifæri var bæjarlistamaður Garðabæjar útnefndur og heiðursviðurkenning veitt.

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Hvatningarsjóð fyrir unga hönnuði og listamenn í Garðabæ. Menningar- og safnanefnd óskar eftir umsóknum frá einstaklingum og hópum á aldrinum 15—25 ára sem vilja auðga menningarlíf í Garðabæ. 

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl. Greinagóðar umsóknir berist menningarfulltrúa sem einnig veitir nánari upplýsingar, olof@gardabaer.is .

Styrkir veittir við hátíðlega athöfn vorið 2022.

Reglur um Hvatningarsjóðinn má nálgast hér.