Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn
Undanfarin ár hefur fjölbreyttur hópur verið styrktur til góðra verkefna á sviði lista og hönnunar.
Nú geta ungir hönnuðir og listamenn sótt um styrk í hvatningarsjóð en umsóknarfrestur er til og með 29. mars. Undanfarin ár hefur fjölbreyttur hópur verið styrktur til góðra verkefna á sviði lista og hönnunar.
Afrakstur verkefna er jafnan kynntur bæjarbúum með einhverjum hætti en á meðfylgjandi mynd má sjá frá viðburði þar sem leikið var á kristalhörpu og blálitaður matur á þarabar var til boðs. Spennandi verður að fylgjast með verkefnum sem styrkt verða þetta ár.
Nánar hér á vef Garðabæjar: Hvatningarsjóður