Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn
Menningar- og safnanefnd óskar eftir umsóknum frá einstaklingum og hópum á aldrinum 15-25 ára sem vilja auðga menningarlíf í Garðabæ. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl.
Ungir hönnuðir og listamenn í Garðabæ á aldrinum 15-25 ára geta sótt um styrk í Hvatningarsjóð fyrir unga hönnuði og listamenn. Einstaklingar og hópar geta sótt um styrk til hvers kyns listviðburða eða verkefna sem fara fram á árinu og næsta ári.
Reglur um Hvatningarsjóð fyrir unga hönnuði og listamenn í Garðabæ má finna hérna.
Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl. Styrkir verða veittir við hátíðlega athöfn í vor.
Menningarfulltrúi Garðabæjar veitir nánari upplýsingar á netfanginu olof@gardabaer.is.