Hvernig líður krökkunum okkar í Garðabæ?
Foreldrar og forráðafólk er hvatt til að sækja fundinn „Hvernig líður krökkunum okkar í Garðabæ?“ fimmtudaginn 23. maí nk. klukkan 16.30.
-
Foreldrar og forráðafólk er hvatt til að sækja fundinn „Hvernig líður krökkunum okkar í Garðabæ?“ fimmtudaginn 23. maí nk. klukkan 16.30. Þar verða kynntar niðurstöður Rannsókna og greiningar á líðan barna í Garðabæ.
Þar mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir kynna niðurstöður Rannsókna og greiningar á líðan barna í Garðabæ.
Nemendur í 5.-7. bekk og 8.-10. bekk tóku þátt í rannsókn á haustmánuðum 2023 þar sem þau voru meðal annars spurð um um líðan, svefn og skátíma, áfengis- og vímuefnaneyslu, líðan í skóla, líðan heima, vináttu og margt fleira sem hefur áhrif á vellíðan barnanna okkar.
Niðurstöðurnar sýna að það er eitt og annað sem þarf að huga að og er markmiðið með fyrirlestrinum að fræða foreldra og forráðafólk um stöðuna og efla foreldrahópinn með hag barna að leiðarljósi.
Foreldrar og forráðafólk allra barna í grunnskólum Garðabæjar er hvatt til að mæta i Sveinatungu eða að fylgjast með á netinu
Að loknum fyrirlestri Margrétar verður hægt að spyrja spurninga og ræða hvernig við þéttum hópinn – sérstaklega núna þegar sumarið er framundan.
Hægt er að fylgjast með fundinum í fundarsalnum Sveinatungu á Garðatorgi, eða í beinu streymi hér:
Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að senda inn spurningar af streyminu.
Við biðjum ykkur sem ætlið að vera með okkur í Sveinatungu að skrá ykkur hér: https://forms.office.com/e/ihGHZ2HKFg
Hér má fylgjast með streyminu: