Íbúafundur um íþrótta- og útivistarsvæði í Smalaholti og Vetrarmýri
Opinn íbúafundur vegna forkynningar á deiliskipulagi íþrótta- og útivistarsvæðis í Smalaholti og Vetrarmýri verður haldinn 22. janúar.
Íbúafundur vegna forkynningar á deiliskipulagi íþrótta- og útivistarsvæðis í Smalaholti og Vetrarmýri verður haldinn í Sveinatungu á Garðatorgi, miðvikudaginn 22. janúar 2025 klukkan 17:00.
Forkynningin nær yfir golfvöll í Vetrarmýri, skógrækt í Smalaholti og æfingavelli við Miðgarð.
Deiliskipulagið tekur til breyttrar og framlengdrar legu Vífilsstaða- og Elliðavatnsvegar að Kjóavöllum ásamt því að fjalla um legu Vorbrautar við Þorrasali norðan við golfvöllinn.
Í tillögunni er jafnframt sýnd lega stíga og stofnstíga ásamt staðsetningu áningarstaða og undirganga við Elliðavatnsveg.