13. jan. 2026

Íbúafundur um Norðurnes Álftaness

Íbúafundur vegna forkynningar á deiliskipulagi fyrir nýja íbúðabyggð og golfsvæði á Norðunesi Álftaness verður haldinn miðvikudaginn 14. janúar klukkan 17.00, í Álftanesskóla.

Garðabær býður íbúum á fund vegna forkynningar á deiliskipulagi fyrir nýja íbúðabyggð og golfsvæði á Norðunesi Álftaness.Tillagan nær til Breiðabólstaðasvæðis, Eyrar, Kasthúsatjarnar og svæðisins umhverfis Eyvindarholt, Stekk, Asparvík og Tjörn, allt að landamörkum við Bessastaði og Akurgerði.

Á fundinum verður einnig gert grein fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Norðurness á Álftanesi. Tillagan er í samræmi við tillögu að deiliskipulagi Norðurness og verður forkynnt samhliða.

Daginn eftir, 15. janúar, verða tillögurnar aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar og skipulagsgátt. Þá gefst almenningi færi á að skila inn ábendingum til og með 11. febrúar.

Öll velkomin í Álftanesskóla, miðvikudaginn 14. janúar, kl. 17:00.

Viðburðurinn á Facebook