7. maí 2019

Íbúar Garðabæjar kynntu sér bæjarskrifstofur

Opið hús var á bæjarskrifstofum Garðabæjar laugardaginn 4. maí sl. Bæjarskrifstofurnar voru einkar líflegar þann daginn þar sem margir íbúar nýttu tækifærið til að skoða sig um.

  • Opið hús á bæjarskrifstofum Garðabæjar
    Opið hús á bæjarskrifstofum Garðabæjar

Opið hús var á bæjarskrifstofum Garðabæjar laugardaginn 4. maí sl. Bæjarskrifstofurnar voru einkar líflegar þann daginn þar sem  margir íbúar nýttu tækifærið til að skoða sig um.

Opið var í þjónustuveri bæjarins á jarðhæð, á skrifstofum á 3. hæð og í Sveinatungu, nýrri fjölnota aðstöðu. Starfsmenn bæjarskrifstofanna og bæjarfulltrúar voru á staðnum til að svara spurningum og fræða gesti um starfsemina. 

Almennt þótti dagurinn ganga vel og er þeim íbúum sem mættu á opna húsið þakkað kærlega fyrir komuna.

Opið hús á bæjarskrifstofum GarðabæjarOpið hús á bæjarskrifstofum GarðabæjarOpið hús á bæjarskrifstofum GarðabæjarOpið hús á bæjarskrifstofum Garðabæjar