Innleiðing Gæðakennslustunda hafin í Garðabæ
Grunnskólar í Garðabæ hafa nú hafið innleiðingu á Gæðakennslustundum eða Skillful Teaching in Practice (STiP). Fyrsta skref innleiðingarinnar var námsskeið sem haldið var fyrir skólastjórnendur í Garðabæ.
-
Um 40 stjórnendur tóku þátt í fyrsta innleiðingarnámskeiðinu.
Grunnskólar í Garðabæ hafa nú hafið innleiðingu á Gæðakennslustundum eða Skillful Teaching in Practice (STiP). Fyrsta skref innleiðingarinnar var námsskeið sem haldið var fyrir skólastjórnendur í Garðabæ.
Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri BravoEarth, og Bernt Friberg héldu námskeiðið. Um 40 stjórnendur tóku þátt. Bernt er einn af þeim sem hafa rannsakað Gæðakennslustundir.
„Stjórnendur voru ánægðir með námskeiðið. Þeir telja STiP vera hagnýtt og öflugt tæki til að bæta gæði kennslustunda og eiga markvisst og faglegt samtal við kennara. Um er að ræða gæðaviðmið sem inniheldur þá þætti sem hafa verið áberandi, bæði í norrænum og alþjóðlegum rannsóknum,“ segir Edda Björg Sigurðardóttir, grunn- og tónlistarskólafulltrúi, ein þeirra sem stóðu fyrir námskeiðinu.
Hvað er STiP?
STiP (skilful Teaching in Practice) er faglegt efni sem styður kennara í að efla gæði kennslunnar og hjálpar skólastjórnendum að veita kennurum markvissa og faglega endurgjöf.
STiP byggir á rannsóknum 160 fræðimanna frá 15 löndum og 4.000 innlitum í kennslustundir. STiP er notað í fjölda skóla í Svíþjóð og Finnlandi og hefur efnið nú verið lagað að íslensku skólastarfi.

Efnið samanstendur annars vegar af bók sem hefur verið þýdd og löguð að íslensku skólastarfi og hins vegar af kerfi sem auðveldar skólastjórnendum að fara inn í kennslustundir og veita kennurum faglega endurgjöf. Kerfið heldur utan um niðurstöður sem varpa ljósi á styrkleika skólans og hvar tækifæri til umbóta liggja.
Innlit skólastjórnenda hefst í mars og verður fyrstu niðurstöðum skilað inn í vor.