19. feb. 2021

Innritun í leikskóla innan Garðabæjar

Innritun barna sem fædd eru 2019 og eldri fer fram fyrstu dagana í mars út frá fyrirliggjandi umsóknum um leikskóla.

Innritun barna sem fædd eru 2019 og eldri fer fram fyrstu dagana í mars út frá fyrirliggjandi umsóknum um leikskóla. Foreldrar/forráðamenn fá bréf frá þeim leikskóla sem býður barninu dvöl, staðfesta þarf dvölina innan 10 daga frá því að úthlutunarbréf er sent.  Dvöl leikskólabarna hefst að jafnaði í lok ágúst þegar nýtt skólaár hefst.

Foreldrar/forráðamenn barna fæddum á fyrri hluta árs 2020 fá bréf í lok apríl eða byrjun maí með boð um dvöl frá hausti 2021 eftir það eru börn innrituð í samvinnu við leikskólastjóra. 

Innritað er eftir aldri barna og þau sem elst eru innritast fyrst.  Einn biðlisti er fyrir allt sveitarfélagið bæði sjálfstætt starfandi leikskóla og þá sem reknir eru af Garðabær. Börn geta ekki hafið dvöl fyrr en í þeim mánuði sem þau verða 12 mánaða.

Hér á vef Garðabæjar er hægt að sjá ýmsar hagnýtar upplýsingar um leikskóla í Garðabæ og þar eru beinir tenglar yfir á vefi leikskólanna þar sem hægt er að lesa nánar um starfsemi hvers skóla fyrir sig.