6. jún. 2018

Ísland-Argentína á Garðatorgi

Fyrsti leikur Íslands á HM í knattspyrnu karla verður sýndur í beinni útsendingu á 28 fermetra risaskjá á Garðatorgi laugardaginn 16. júní nk. Leikurinn sjálfur hefst kl. 13:00 en dagskrá á torginu hefst kl. 11:30. Ísland spilar á móti Argentínu og fer leikurinn fram í Moskvu í Rússlandi.

  • HM á Garðatorgi
    Ísland-Argentína á Garðatorgi!

Fyrsti leikur Íslands á HM í knattspyrnu karla verður sýndur í beinni útsendingu á 28 fermetra risaskjá á Garðatorgi laugardaginn 16. júní nk. Leikurinn sjálfur hefst kl. 13:00 en dagskrá á torginu hefst kl. 11:30. Ísland spilar á móti Argentínu og fer leikurinn fram í Moskvu í Rússlandi.

Veitingasala á torginu

Sett verður upp stórt svið á torginu þar sem skjá verður komið fyrir og má búast við mikilli stemningu. Veitingahúsin á Garðatorgi verða með dýrlegar veitingar til sölu, bæði á fljótandi og föstu formi, sem hægt er að gæða sér á yfir leiknum. Þá verða margar verslanir með tilboð á vörum þennan dag.

Ýmislegt verður í boði fyrir yngri kynslóðina, t.d. verða settir upp litlir fótbolta- og blakvellir og  boðið upp á andlitsmálningu.

Þeir Jón Jósep Snæbjörnsson og Jógvan Hansen sjá um að halda uppi stemningunni bæði fyrir leik og í hálfleik. Þá eru gestir gjarnan beðnir um að koma með útilegustóla með sér á Garðatorg þó svo að eitthvað af plaststólum verði á staðnum.

Lokað fyrir bílaumferð

Garðatorg verður að miklu leyti lokað fyrir bílaumferð vegna leiksins frá og með föstudegi 15. júní og eru ökumenn beðnir um að taka tillit til þess. Nánari upplýsingar um lokanir á torginu verða kynntar þegar nær dregur.

Garðbæingar eru hvattir til að fjölmenna á Garðatorg þann 16. júní og skemmta sér saman yfir góðu gengi Íslendinga í knattspyrnu. 

Viðburðurinn á Facebook.