19. jún. 2018

Ísland-Nígería á Garðatorgi

Annar leikur Íslands á HM í knattspyrnu karla verður sýndur í beinni útsendingu á risaskjá á Garðatorgi 

  • Img_0887
    Frá útsendingu á leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu karla 16. júní 2018. Leikurinn, sem var sýndur á risaskjá á Garðatorgi, endaði með 1-1 stórsigri Íslands. Garðbæingar fjölmenntu á torgið þrátt fyrir hellirigningu.

Annar leikur Íslands á HM í knattspyrnu karla verður sýndur í beinni útsendingu á risaskjá á Garðatorgi (utandyra, fyrir framan turninn) föstudaginn 22. júní nk. 

Íslendingar spila að þessu sinni á móti Nígeríu og byrjar leikurinn kl. 15.

Gervigrasið verður á sínum stað og má búast við því að veitingahúsin á torginu verði með eitthvað gómsætt á boðstólnum.

Við hvetjum gesti til að taka útilegustólana með sér.

Stemningin var frábær á síðasta leik en að þessu sinni ætlar rigningin ekki að mæta á svæðið :-)

Viðburðinn á Facebook.