23. maí 2023

Íslandsmeistarar tvö ár í röð

Drengir í árgangi 2009 í Stjörnunni urðu Íslandsmeistarar á síðasta ári í körfubolta. Árangurinn var magnaður og gerðu strákarnir sér lítið fyrir nú á dögunum, og vörðu titilinn. Þeir hafa því orðið Íslandsmeistarar tvö ár í röð í sínum aldursflokki.

  • Stjörnustrákar á æfingu
    Stjörnustrákar á æfingu

Drengir í árgangi 2009 í Stjörnunni urðu Íslandsmeistarar á síðasta ári í körfubolta. Árangurinn var magnaður og gerðu strákarnir sér lítið fyrir nú á dögunum, og vörðu titilinn. Þeir hafa því orðið Íslandsmeistarar tvö ár í röð í sínum aldursflokki.

Farið er yfir árangurinn í stuttu myndbandi þar sem áhorfendur fá að sjá hver lykillinn að velgengninni er. Myndbandið ber yfirskriftina Íslandsmeistararnir okkar og munu fleiri myndbönd líta dagsins ljós á næstu vikum en óvenju margir íþróttamenn í Garðabæ urðu Íslandsmeistarar á síðasta ári eins og kynnt var á íþróttahátíð Garðabæjar í janúar.

Strákarnir í Stjörnunni eru flottar fyrirmyndir sem segja liðsheildina skipta mestu máli.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

GBR_Korfuboltastrakar_FINAL-1-