19. júl. 2023

Íslandsmeistararnir okkar sýna hvað í þeim býr

Álftanesstúlkur, Stjörnudrengir og Aníta Ósk Hrafnsdóttir segja frá afrekum sínum í skemmtilegum myndböndum.

Í Garðabæ æfir og býr frábært íþróttafólk. Að baki góðum árangri liggur þrotlaus vinna íþróttafólksins sem sýna að liðsheild og natni geta skilað miklum árangri. 

Í myndböndunum Íslandsmeistararnir okkar fáum við innsýn inn í verkefni tveggja liða og íþróttakonu sem hafa náð framúrskarandi árangri og orðið Íslandsmeistarar. 

Hér fáum við að sjá árangur 2009 árgangsins í körfubolta í Stjörnunni, fylgjumst með liði 5. flokks kvenna Álftaness í knattspyrnu sem varð Íslandsmeistari á síðasta ári í sínum aldursflokki og heyrum kraftlyftinga- og hlaupakonuna Anítu Ósk Hrafnsdóttur segja okkur frá galdrinum á bak við framúrskarandi árangur hennar. 

 

Við hvetjum ykkur öll til að horfa og kynnast þessum snillingum – og fá örlitla gæsahúð í leiðinni.

 

Aníta Ósk Hranfsdóttir er frábær íþróttakona sem gerði sér lítið fyrir og
varð Íslandsmeistari bæði í hlaupum og kraftlyftingum á síðasta ári. 

Gaman er að segja frá því að Aníta vonast til að komast á stórmót
í nánustu framtíð og stefnir á gullið á Norðurlandamótinu í ágúst nk.

 

 

Hér fáum við að sjá árangur 2009 kk árgangsins í körfubolta í Stjörnunni
Frábærir strákar, þjálfarar og foreldrar - eins og sjá má í myndbandinu

 

 

Lið 5. flokks kvenna Álftaness í knattspyrnu varð Íslandsmeistari á síðasta ári.
Afrekið er mikið en stelpurnar slógu út hvert stórliðið á fætur öðru á leið sinni að bikarnum