15. mar. 2023

Íslandsmeistarnir okkar - 5 fl. kvenna á Álftanesi sló í gegn

Lið 5. flokks kvenna Álftaness í knattspyrnu varð Íslandsmeistari á síðasta ári. Í nýju myndbandi fáum við að kynnast stelpunum og heyra um leiðina að titlinum.

  • 5. flokkur kvenna Álftaness
    5. flokkur kvenna Álftaness

Lið 5. flokks kvenna Álftaness í knattspyrnu varð Íslandsmeistari á síðasta ári í sínum aldursflokki. Árangurinn var magnaður þar sem stelpurnar þurftu að sigra hvert stórliðið á fætur öðru á leið sínum að bikarnum.

Farið er yfir árangurinn í stuttu myndbandi þar sem áhorfendur fá að sjá hver lykillinn að velgengninni er. Myndbandið ber yfirskriftina Íslandsmeistararnir okkar og munu fleiri myndbönd líta dagsins ljós á næstu vikum en óvenju margir íþróttamenn í Garðabæ urðu Íslandsmeistarar á síðasta ári eins og kynnt var á íþróttahátíð Garðabæjar í janúar.

Knattspyrnusnillingarnir ungu á Álftanesi eru magnaðar íþróttakonur. Þær leggja hart að sér og hafa myndað ótrúlega liðsheild sem hefur komið þeim ansi langt. 

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Gardabaer-5fl-kv-Alftanesi-v4