9. ágú. 2023

Íslandsmótið í golfi á Urriðavelli

Íslandsmótið í golfi fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 10.-13. ágúst nk. Þar sem fjöldi bílastæða er takmarkaður á golfvallarsvæðinu hafa verið útbúin bílastæði fyrir áhorfendur við hlið innkeyrslu á svæðið.

  • Íslandsmótið í golfi 2023. Mynd: golf.is
    Íslandsmótið í golfi 2023. Mynd: golf.is

Íslandsmótið í golfi fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi dagana10.-13. ágúst nk. Þetta er 82. skiptið sem Íslandsmót í golfi er haldið í karlaflokki. Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn árið 1942. Tuttugu og fimm árum síðar var farið að keppa um Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki og er þetta mót því það 57. í röðinni. 

150 keppendur mun keppa um Íslandsmeistartitilinn í golfi, í kvenna og karlaflokki. Búast má við töluverðum fjölda áhorfenda sem munu vilja sjá okkar bestu kylfinga spila golf við frábærar aðstæður.

Þar sem fjöldi bílastæða er takmarkaður á golfvallarsvæðinu hafa verið útbúin bílastæði fyrir áhorfendur við hlið innkeyrslu á svæðið. Þá er einnig valkostur að leggja við Urriðaholtsskóla eða við Kauptún en þaðan er tíu mínútna ganga inn á mótssvæðið. 

Til að spara óþarfa akstur eru gestir hvattir til að kynna sér meðfylgjandi kort sem sýnir staðsetningu bílastæða.

Golf2