25. nóv. 2024

Íþróttafólk Garðabæjar 2024: Óskað eftir tilnefningum

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar óskar eftir tilnefningum frá almenningi vegna viðurkenninga sem veittar verða á Íþróttahátíð bæjarins.

 

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar leitar til almennings til að fá sem gleggstar upplýsingar um árangur íþróttafólks í Garðabæ vegna viðurkenninga sem veittar verða á Íþróttahátíð bæjarins í janúar.

Viðurkenningar hljóta aðeins þeir sem keppa með félögum í Garðabæ eða stunda íþróttagreinar utan Garðabæjar sem ekki eru í boði innan bæjarfélagsins á því getustigi.

ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL:

1. Íþróttafólk Garðabæjar: Tilnefningar um einstaklinga sem skarað hafa fram úr í sinni íþrótt til að hljóta sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Umsögn þarf að fylgja.

2. Landsliðsþátttaka: Óskað er eftir upplýsingum um hverjir hafi keppt í fyrsta skipti með

a) A-landsliði eða

b) U-landsliðum

3. Verðlaun á erlendum vettvangi s.s. HM, EM, NM eða sambærilegum mótum hvort heldur er sem einstaklingar, para- eða í liðakeppni.

Ábendingar þurfa að hafa borist til Kára Jónssonar íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúa Garðabæjar með tölvupósti karijo@gardabaer.is í síðasta lagi 4. desember.