8. jan. 2021

Íþróttahátíð Garðabæjar verður sýnd í beinni vefútsendingu

Íþróttahátíð Garðabæjar verður með öðru sniði í ár vegna samkomutakmarkana. Hátíðin verður í beinni vefútsendingu sunnudaginn 10. janúar kl. 13. 

  • Íþróttafólk Garðabæjar
    Tilkynnt verður um val á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar á íþróttahátíð Garðabæjar sem fer fram sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 13 í Miðgarði.

Vegna fjöldatakmarkana verður ekki haldin stór samkoma til að heiðra þá sem unnið hafa til afreka á árinu 2020 eins og gert hefur verið undanfarin ár. Kjöri íþróttamanna ársins, konu og karls, verður lýst í beinni útsendingu á vef Garðabæjar sunnudaginn 10. janúar kl. 13:00. Þá verður einnig tilkynnt um val á „liði ársins“ og „þjálfurum ársins“ auk heiðursviðurkenninga vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

Þau sem hljóta viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, þátttöku með landsliðum eða verðlaun á erlendum vettvangi hafa nú þegar verið kölluð til og fengið sínar viðurkenningar afhentar. Myndir frá þeim afhendingum verða sýndar þegar kjöri íþróttakonu og íþróttakarls ársins 2020 verður lýst.

Vefútsending í beinni sunnudaginn 10. janúar kl. 13

Smellið á hlekk hér fyrir neðan eða horfið í vefglugga hér fyrir neðan sem hægt er að stækka.

ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ GARÐABÆJAR  - bein útsending - sunnudaginn 10. janúar kl. 13

Bein vefútsending