22. sep. 2021

Íþróttavika Evrópu - dagskrá í Garðabæ

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. 

 • BeActive Íþróttavika Evrópu
  BeActive Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.  Í Garðabæ er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í íþróttavikunni sem má sjá hér fyrir neðan.  Sjá einnig upplýsingar um dagskrá á Íslandi hér á vefnum Beactive.is.

Fylgist líka með á fésbókarsíðu Beactive á Íslandi.

Dagskrá í Garðabæ í íþróttavikunni

Félag eldri borgara í Garðabæ (FEBG):

Sjá líka fésbókarsíðu Jónshúss, félags- og íþróttastarfs eldri borgara í Garðabæ
og fésbókarsíðu Félags eldri borgara í Garðabæ.

 • Alla virka daga fer gönguhópur frá félagsmiðstöðinni Jónshúsi, Strikinu 6, kl. 10:00
  - Engin skráning allir velkomnir
 • 23. og 30. sept fimmtudag og 28. sept. þriðjudag kl. 9:30 - Qigong í Sjálandsskóla við Löngulínu
 • 23. og 30. sept fimmtudag og 28. sept. þriðjudag kl. 12:15 – leikfimi í ,,Bláa-salnum” í íþróttamiðstöðinni Ásgarði
 • 23. og 30. sept fimmtudag og 28. sept. þriðjudag kl. 13:00-14:00 – Boccia í íþróttamiðstöðinni Ásgarði
 • 24. sept. föstudag kl. 09:30 - dansleikfimi í Sjálandsskóla við Löngulínu
 • 27. sept. Mánudag kl. 11:00 - stólajóga í Kirkjuhvoli
 • 27. sept. Mánudag kl. 16:30 – Zumba Gold í Kirkjuhvoli
 • 28. sept. þriðjudag kl. 13:30 ,,Hvernig skrái ég mig á námskeið” - félagsmiðstöðin Jónshús, Strikinu 6

Félag eldri borgara á Álftanesi:

 • 23. og 30. sept fimmtudaga og 28. sept þriðjudag kl. 13:00-14:00 sundleikfimi í Álftaneslaug við Breiðamýri

Stjarnan almenningsíþróttadeild:

 • 25. sept. laugardag kl. 9:30 – útivera, ganga opin öllum (Birna og Óli)
 • 27. sept. mánudag og 29. sept. fimmtudag leikfimi kvenna 8:00 og 17:00 í Ásgarði (Birna)
 • 23. og 30. sept. fimmtudaga og 28. sept. þriðjudag kl. 18:20 - Vatnsleikfimi í Sjálandslaug (Birna)
 • 27. sept. mánudag og 29. sept. fimmtudag leikfimi karla 17:50 og 18:40 í Ásgarði (Óli)
  Sjá einnig hér á vef Stjörnunnar.

Hlaupahópur Stjörnunnar:

Skokkhópur Álftaness:

Sundlaugin Álftanesi, við Breiðumýri:

 • 29. sept miðvikudag kl. 18:00-19:00 – SamFlot (Sigrún)

Annað opið til hreyfingar: