7. ágú. 2018

Ítrekuð skemmdarverk á strætóskýlum í Garðabæ

Í annað sinn á 3 mánuðum hafa rúður verið brotnar í nýjum strætóskýlum bæjarins við Bæjarbraut

  • Skemmdarverk á strætóskýli
    Skemmdarverk á strætóskýli

Í vor voru sett upp ný strætóskýli í Garðabæ, meðal annars við Bæjarbraut, til móts við Pizzuna öðru megin og við Fjölbrautaskólann hinum megin.  Nú hafa rúður verið brotnar í skýlunum í annað sinn á þeim þremur mánuðum sem þau hafa staðið.  Þessum skemmdarverkum fylgja mikill óþrifnaður og hætta vegna glerbrota sem dreifast um allt sem og mikill kostnaður fyrir bæjarfélagið í því að endurnýja öryggisglerin og vinnu við það.  Bæjarbúar eru beðnir um að fylgjast með og láta lögreglu vita ef þeir taka eftir skemmdarvörgum á ferð.


Straeto-skyli-1Straeto-skyli-2