2. ágú. 2022

Jarðskjálftahrina -íbúar hugi að lausa- og innanstokksmunum

Öflug­ir jarðskjálft­ar hafa fund­ist undanfarna sólarhringa á suðvest­ur­horn­inu. Í gærkvöldi reið skjálftahrina yfir sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu m.a. fundu vel fyrir. Íbúar eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum.

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Öflug­ir jarðskjálft­ar hafa fund­ist undanfarna sólarhringa á suðvest­ur­horn­inu. Í gærkvöldi reið skjálftahrina yfir sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu m.a. fundu vel fyrir.  Öfl­ug­asti skjálftinn reið yfir klukk­an 23.31 í gærkvöldi en sá var 4,8 að stærð og átti upp­tök vest­an við Kleif­ar­vatn en rétt áður reið yfir skjálfti af stærðinni 4,3.

Yfir tíu þúsund skjálft­ar hafa mælst í jarðskjálfta­hrinu sem stend­ur yfir á Reykja­nesskaga og hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar. 

Íbúar eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.