10. maí 2024

Jazzþorpið: Garðabær iðaði af lífi og menningu

Gestir á öllum aldri og hvaðanæva af á höfuðborgarsvæðinu nutu þess sem í boði var í þorpinu. 

  • 440733801_1090408948688204_5444148875594401191_n-1-
    Frábært Jazzþorp. Myndirnar tók Hans Vera

Marglitar pappírskúlur í hundraða tali, gömul húsgögn og forvitnilegir smáhlutir, góður matur og drykkir að ógleymdri fjölbreyttri jazztónlist í flutningi stórkostlegra listamanna einkenndi Jazzþorpið í Garðabæ sem haldið var í annað sinn um síðustu helgi.

440733811_965289768331938_293718861023589528_n

Alls 9 tónleikar fóru fram auk fræðsluerinda um fræga jazzara. Þá fór fram spurningakeppni þar sem lið skipuð þekktum tónlistarmönnum kepptu á léttum nótum en ljóst var að gestir þorpsins dvöldu margir lengi á staðnum, borðuðu, hittu vini og fjölskyldu og nutu samveru í notalegum stofum. 

440451130_955719812674609_8057339709825610765_n

Öll húsgögn þorpsins voru til sölu og hagnaður sölunnar rennur til góðgerðamála enda á vegum Góða hirðisins sem er samstarfsaðili Jazzþorpsins.440148967_1143741683444555_8499532940335366791_n

440715136_397135266640976_4372566452297425715_n

440726877_1409625666581122_4535204285557730082_n-1-437744845_417812117775510_8940193954222282213_n


 Myndirnar tala sínu máli en nú hefur Garðatorg tekið á sig hefðbundna mynd. 


Fleiri myndir og myndbönd má nálgast hér á Jazzþorpssíðunni