30. nóv. 2021

Jólagjafir og jólapappír, fróðleikur og smiðja

Jólagjafir og jólapappír, fróðleikur og smiðja verður haldin laugardaginn 5. desember kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands.

Jólagjafir og jólapappír, fróðleikur og smiðja verður haldin laugardaginn 5. desember kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands.

Fræðumst um jólin og búum til eigin jólapappír! Fróðleiks og hönnunarsmiðja með þjóðfræðingnum Dagrúnu Jónsdóttur og handverkskonunni og hönnuðinum Ásgerði Heimisdóttir sem kennir gestum að búa til jólapappír.

Hefðir og siðir í kringum jólin hafa tekið miklum breytingum frá landnámi til okkar daga. Í smiðjunni ætlum við sérstaklega að skoða jólagjafirnar, sem eru auðvitað það sem er mest spennandi við jólin. Í heiðni voru haldnar veislur í kringum jólin, borðaður góður matur og höfðingjar gáfu heimilisfólki sínu stundum gjafir. Á seinni hluta 19. aldar fara jólin að taka á sig þá mynd sem við þekkjum í dag og jólatré og smákökur skjóta upp kollinum. Þá urðu jólagjafir líka almennar á heimilum, en fyrir það hafði fólk frekar gefið sumargjafir á sumardaginn fyrsta. Nokkrum árum síðar tóku jólasveinarnir líka upp betri siði, hættu að hrekkja og stela, og fóru meira að segja að gefa börnum litlar gjafir í skóinn. En hvernig hafa jólagjafir breyst í gegnum tíðina? Hvað fengu börn fengu í jólagjöf fyrir 100 árum síðan og hvenær fór fólk að pakka gjöfum inn í jólapappír? Allt þetta ætlum við að spjalla um og í kjölfarið búa til okkar eigin jólapappír með kartöflustimplum og öðru spennandi efni.

Smiðjan hentar allri fjölskyldunni og upplagt að gera sinn eigin jólapappír og fræðast um jólagjafir í gegnum tíðina á sama tíma.
Smiðjan er ókeypis og liður í verkefninu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði Íslands.
Munið eftir sóttvörnum!