Jólaljósin tendruð á Garðatorgi
Það var mikið fjör á Garðatorgi þegar hópur leikskólabarna mætti til að hitta tvo hressa jólasveina og aðstoða þá við að tendra ljósin á trénu.
Gleðin var við völd meðal leikskólabarnanna í Garðabæ þegar þau komu saman á Garðatorgi til að aðstoða jólasveina við að kveikja á ljósunum á jólatrénu sem prýðir torgið.

Almar Guðmundsson bæjarstjóri var jólasveinunum til halds og trausts þegar kom að því að telja niður með börnunum.
Jólatréð er stórt og stæðilegt í ár og kemur að þessu sinni úr garði við Hraunhóla.
Börnin sungu svo nokkur vel valin jólalög svo með jólasveinunum.
Það er óhætt að segja að jólaandinn svífi yfir Garðatorgi núna. Við minnum svo á aðventuhátíð bæjarins sem fer fram á laugardaginn 29. nóvember.
Dagskrá aðventuhátíðarinnar má skoða hérna.



